Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 18:31 Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira