Framleiðslu á BMW i8 hætt í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2020 07:15 BMW i8. Vísir/BMW BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh. Bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh.
Bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður