Pavel setur fram á Twitter-síðu sinni í dag að flestar deildir í heiminum séu búnir að aflýsa næstu leikjum en hér hafi ekkert verið gert. Brynjar Þór Björnsson, fyrrum samherji Pavels, neitaði að spila á dögunum vegna veirunnar.
Pavel fær fyrrum samherja sínum í KR í heimsókn í kvöld en Valur er í 10. sæti deildarinnar með 14 stig. Þeir eiga lítinn möguleika á úrslitakeppni og þurfa því sigur í kvöld.
Allar helstu íþróttadeildir heims búnar að cancela. En Valur-KR í kvöld on schedule útaf því að einhver skrifstofa í Kópavogi er ekki búin að segja neitt.
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) March 12, 2020
Fjórir leikir fara fram í Dominos-deild karla í kvöld. Valur og KR mætast eins og fyrr segir, Stjarnan og Haukar eigast við í Garðabæ, Njarðvík og Fjölnir mætast í Ljónagryfjunni og Tindastóll fær ÍR í heimsókn.
Leikur Stjörnunnar og Hauka er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.05.