Biden-lestin á fullu skriði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:16 Joe Biden og eiginkona hans Jill ræða hér við stuðningsmenn á kosningafundi í Philadelphiu í nótt. Getty/Mark Makela Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32