Ólafía Þórunn: Ekki bara herma eftir Tiger af því að hann er Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Tiger Woods. Samsett/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira