Topplið NBA deildarinnar tapar hverjum leiknum á fætur öðrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:30 Það var gaman hjá Jamal Murray, Jerami Grant og félögum þeirra í Denver Nuggets í nótt. Getty/Jamie Schwaberow Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira