Stöðvum launaþjófnað Drífa Snædal skrifar 21. ágúst 2020 10:00 Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar