Stöðvum launaþjófnað Drífa Snædal skrifar 21. ágúst 2020 10:00 Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins tekur sér mikið skáldaleyfi í grein sinni í Fréttablaðinu, 19. ágúst sl. og vænir ASÍ um að standa í vegi fyrir því að böndum sé komið á launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði og hann upprættur. Í greininni fullyrðir formaðurinn að vinna við frumvarp um aðgerðir gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafi tafist vegna stefnubreytingar af hálfu ASÍ „sem lagði stein í götu frumvarpsins“. Þarna er formaðurinn að vísa til kröfu ASÍ um að atvinnurekendur sem stunda launaþjófnað þurfi ekki eingöngu að greiða starfsmönnum launin sem stolið var heldur bæta þeim skaðann sem þeir urðu fyrir. Tillaga ASÍ er að höfuðstóll launakröfunnar tvöfaldist og að þannig sé lagt févíti á launaþjófinn. Þessi krafa ASÍ hefur legið fyrir lengi og var sett formlega fram árið 2018 í starfshópi félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, sem bæði ASÍ og SA áttu aðild að. Málið fékkst ekki útrætt og það virðist standa eitthvað í fulltrúum atvinnurekenda að tryggja að viðurlög fylgi brotum. Hins vegar er fjallað um þennan þátt í skýrslu starfshópsins, en þar segir: „Ekki náðist að ræða að neinu marki tillögur Alþýðusambands Íslands sem miða að því að þeim starfsmönnum sem verða fyrir launaþjófnaði sé bættur skaðinn með hlutlægri bótareglu. Jafnframt verði skoðað að slík mál fái sérstakan forgang í réttarkerfinu.“ Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við Lífskjarasamninginn byggir að hluta til á skýrslu þessa samstarfshóps og þar segir líka: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“ Tillögur ASÍ hafa staðið óbreyttar um nokkurn tíma og það ætti formanni SA að vera fullkunnugt um, að því gefnu að talsamband sé milli hans og starfsfólks samtakanna. Það er skoðun ASÍ að beiting hlutlægrar bótareglu eða févítis í baráttunni við launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði geti skipt sköpum við að stöðva óásættanlega framgöngu atvinnurekenda í samskiptum við launafólk. Slík regla muni draga úr brotastarfsemi og tryggja betur réttindi og stöðu þess launafólks sem verður fyrir launaþjófnaði og gera vinnumarkaðinn heilbrigðari. Um kröfu ASÍ hefur ekki fengist nein efnisleg umræða við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir ítrekaðar óskir Alþýðusambandsins. SA hefur ekki komið fram með efnisleg rök gegn tillögum ASÍ og satt að segja ekkert innlegg í þessa umræðu annað en að drepa henni á dreif, eins og formaðurinn gerir í grein sinni í Fréttablaðinu. Eftir stendur krafa ASÍ um að leitað verði allra leiða til að stöðva launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þar mættu fleiri koma að. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar