Innlent

Tíu innanlandssmit í gær

Sylvía Hall skrifar
_VIL4063
Vísir/Vilhelm

Tíu greindust með kórónuveiruna á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en þrír biða niðurstöðu mótefnamælingar.

Fimm voru í sóttkví við greiningu. 

120 eru í einangrun samanborið við 117 í gær en sjö hafa lokið einangrun síðan í gær. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu.

Í sóttkví eru 535 og fjölgar þeim um tæplega hundrað milli daga. Í gær voru 439 í sóttkví. 

578 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og 2.699 við landamæraskimun.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 16,9 í 15,3. Þá fór nýgengi landamærasmita úr 12,5 í 12,3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×