Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 12:24 Þýsku læknarnir fyrir utan sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57