Lokun landamæra, stóraukið atvinnuleysi Sigþór Kristinn Skúlason skrifar 22. ágúst 2020 08:00 Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Í því sambandi hefur ríkisstjórn Íslands séð ástæðu til þess að setja af stað markaðsátak til að kynna þann góða árangur með það að markmiði að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast til Íslands. Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað um að Íslendingar og þeir sem koma hingað til lengri dvalar séu líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu einfaldlega ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið og við Íslendingar. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið. Við getum alltaf búist við að fá smit af og til á meðan faraldurinn geisar en þá viðráðanleg fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga og þá sem koma til lengri dvalar í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Í kjölfar COVID-19 faraldursins þá hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið á Suðurnesjum. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir viku síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af með tilheyrandi viðbótar atvinnuleysi. Nú þegar er stór hluti af þeim flugfélögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar byrjuð að fella niður flug til landsins. Ég skora á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða án tafar þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum til þess að takmarka það tjón sem þegar hefur orðið. Virðingarfyllst. Sigþór Kristinn Skúlason. Höfundur er forstjóri Airport Associates.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun