800 þúsund dánir vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 09:11 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Manish Swarup Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira