Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 07:30 Luka Doncic fagnar sigurkörfu sinni í nótt en þökk sé henni jafnaði Dallas Mavericks metin í 2-2 á móti Los Angeles Clippers. AP/Kevin C. Cox Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020 NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Slóvenski körfuboltamaðurinn Luka Doncic hefur verið stórkostlegur í fyrstu úrslitakeppninni sinni í NBA og átti enn einn súperleikinn í nótt. Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors urðu fyrstu liðin til að komast áfram í aðra umferð og Donovan Mitchell komst í sögubækurnar með öðrum fimmtíu stiga leik. Flautkarfa Luka Doncic fyrir utan þriggja stiga línuna tryggði Dallas Mavericks 135-133 sigur á Los Angeles Clippers í framlengdum fjórða leik liðann í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan í einvíginu er því 2-2. Luka Doncic meiddist á ökkla í leiknum á undan og var mjög tæpur að geta spilað. Læknalið Dallas liðsins tókst að tjasla honum saman og Doncic sjálfur sýndi líka úr hverju hann er gerður með stórbrotnum leik. Dallas lék líka án stórstjörnu sinnar Kristaps Porzingis sem gerði verkefnið enn erfiðara. "BANG, BANG!"Watching on a loop.#TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/JLQXbKel7D— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic endaði leikinn með 43 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leik þar sem Dallas lenti meðal annars 21 stigi undir í fyrri hálfleik og átti á hættu að lenda 1-3 undir í einvíginu. „Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ekki bara að horfa á eftir boltanum fara ofan í körfuna heldur líka að sjá allt liðið hlaupa til mín. Þetta var mjög sérstakt, ein af bestu tilfinningum mínum sem körfuboltamanns. Mjög sérstakt,“ sagði Luka Doncic sem er bara 21 árs gamall. Doncic var sá yngsti í sögunni til að ná 40 stiga þrefaldri tvennu í úrslitakeppni og aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri stig í þrennu í úrslitakeppni. Í eina skiptið í sögunni sem leikmaður hafði skorað sigurkörfu á flautunni og 40 stig í úrslitakeppni var þegar Michael Jordan tryggði Chicago Bulls sigur á Cleveland Cavaliers árið 1989. LUKA MAGIC... listen in to @luka7doncic's #TissotBuzzerBeater as heard around the world! #ThisIsYourTime #NBAPlayoffs pic.twitter.com/y0aVsgHncm— NBA (@NBA) August 24, 2020 Luka Doncic bauð upp á þrennu annan leikinn í röð og er með 31,5 stig, 10,5 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á ferlinum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Trey Burke átti mjög góðan leik með Dallas liðinu, skoraði 25 stig og hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Lou Williams skoraði 36 stig og Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir Los Angeles Clippers. Donovan Mitchell komst líka í sögubækurnar með þeim Michael Jordan, Allen Iverson og Wilt Chamberlain með því að ná öðrum fimmtíu stiga leik í þessari úrslitakeppni. Mitchell skoraði 51 stig fyrir Utah Jazz í 129-127 sigri á Denver Nuggets en Utah komst þar með í 3-1 í einvíginu. Michael Jordan náði þessu 1988 og 1993, Allen Iverson árið 2001 og Wilt Chamberlain árið 1960. Mitchell (18 in 4th) & Murray (21 in 4th) trade 4th quarter buckets en route to their 50-point nights! #NBAPlayoffs #WholeNewGame Game 5: Tues. (8/25) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/aJXFYmsnE6— NBA (@NBA) August 24, 2020 Donovan Mitchell skoraði 57 stig í leik eitt í einvíginu og er mðe 39,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Hann er aðeins 23 ára gamall. Jamal Murray skoraði 50 stig fyrir Denver liðið en það dugði ekki til. Þeir urðu fyrstu mótherjarni í sögu úrslitakeppni NBA til að skora yfir 50 stig í sama leiknum. Kemba Walker skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 28 stig og 15 fráköst þegar Boston Celtics vann 110-106 sigur á Philadelphia 76ers og einvígið þar með 4-0. Joel Embiid var með 30 stig og 10 fráköst hjá 76ers. NBA-meistarar Toronto Raptors eru líka komnir áfram eftir 150-122 risasigur í fjórða leiknum á móti Brooklyn Nets. Kyle Lowry haltraði af velli í fyrsta leikhluta sem gæti verið áhyggjuefni fyrir Toronto liðið. Norman Powell skoraði 29 stig og Serge Ibaka var með 27 stig en þeir komu báðir inn af bekknum. The @celtics & @Raptors advance to the East Semis while the @utahjazz take a 3-1 lead & the @dallasmavs tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/k7SB2bnbmk— NBA (@NBA) August 24, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Sunday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/r9zFzaUG6b— NBA (@NBA) August 24, 2020
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum