Erlent

Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lög­reglu

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Twitter

Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 

Maðurinn, Jacob Blake, liggur þungt haldinn á spítala en hann mun hafa verið skotinn mörgum skotum af lögreglu. Lögreglan segist hafa verið að bregðast við tilkynningu um ólæti á heimili. 

Blake mun hafa verið óvopnaður og á myndbandi má sjá lögreglumann skjóta hann margsinnis í bakið þar sem hann er að stíga inn í bíl. 

Til óeirða hefur komið í nótt vegna málsins og útgöngubann var sett á í Kenosha í nótt vegna málsins. Mörg hundruð manns fóru í mótmælagöngu að lögreglustöð borgarinnar og kveikt var í bílum. Lögregla beitti mótmælendur táragasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×