Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 11:00 FDA hefur veitt heimild til notkunar meðferðarinnar á allra veikustu Covid-sjúklingum. Myndin er úr safni. Joe Raedle/Getty Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira