Yrja átti fimm hvolpa en átti samt ekki að geta átt hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky. Rangárþing eystra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky.
Rangárþing eystra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira