Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 19:15 Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira