Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 12:05 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar eigi hann von á staðbundnum hópsmitum. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti – þar á meðal Belgíu, Bretlandi og Spáni. Smitum og dauðsföllum hefur fækkað mikið í Svíþjóð að undanförnu, en nú þegar samfélagið fer á fullt á ný að loknum sumarfríum hafa margir óttast að tilfellum kunni að fjölga á ný. „Við teljum ekki að við munum fá þessa hefðbundnu seinni bylgju, líkt og í inflúensufaraldri þar sem maður fær aftur viðtækt smit í samfélaginu,“ sagði Tegnell í samtali við TV4. „Þessi sjúkdómur virðist haga sér á annan máta. Smitið er óreglulegra, svo að líkur eru meiri á að við munum sjá – líkt og við sjáum víða í Evrópu – smit á ákveðnum stöðum, á vinnustaðnum og sambærilegu umhverfi, nú að hausti.“ Alls hafa nærri sex þúsund manns látið lífið af völdum Covid-19 í Svíþjóð. Hafa mikill fjöldi fólks látist á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Tegnell segir að menn eigi alltaf að hafa varann á þegar kemur að þessum sjúkdómi þar sem hann valdi ítrekað meiri usla og sé mjög óútreiknanlegur. „En að við myndum aftur sjá viðlíka ástand og í vor – við sjáum það ekki gerast,“ segir Tegnell.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira