Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna..
„Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu

Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við.
Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til.
„Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“.
