LeBron James og Lakers menn frábærir á Kobe Bryant deginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:00 LeBron James þurfti bara að spila þrjá fyrstu leikhlutana þegar Los Angeles Lakers liðið rúllaði yfir Portland Trail Blazers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Getty/Kevin C. Cox Miami Heat varð þriðja liðið til að komast áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og bæði Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru í lykilstöðu eftir að þau komust í 3-1. Það er hins vegar allt jafnt í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder eftir að Thunder jafnaði í nótt. Los Angeles Lakers vann 135-115 sigur á Portland Trail Blazers og var þetta þriðji sigur liðsins í röð eftir að Portland liðið komst í 1-0 í einvíginu. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum (24.8) og heiðruðu leikmenn Lakers hann fyrst með því að spila í sérstökum Mamba búningnum en svo með því að rúlla yfir Portland liðið. @KingJames' EFFICIENT night (30 PTS, 10 AST, 10-12 FGM) pushes the @Lakers ahead 3-1 vs. POR! #NBAPlayoffsGame 5 Wed. (8/26) at 9 PM ET on TNT pic.twitter.com/k9hVx8UAIo— NBA (@NBA) August 25, 2020 LeBron James var rosalegur annan leikinn í röð en hann var með 30 stig og 10 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði. James settist endanlega á bekkinn í lok þriðja leikhluta þegar úrslitin voru ljós. Anthony Davis var með 18 stig á 18 mínútum og Kyle Kuzma skoraði líka 18 stig en Lakers liðið var 80-51 yfir í hálfleik. Það þótti mjög táknrænt á Mamba deginum að Lakers komst í 24-8 í leiknum en það eru einmitt númer Kobe Bryant. Damian Lillard, aðalstjarna Portland Trail Blazers, var aðeins með 11 stig en hann fór af velli í þriðja leikhluta, meiddur á hné. Jusuf Nurkic var atkvæðamestur með 20 stig og 13 fráköst. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 18 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum þegar Milwaukee Bucks vann 121-106 sigur á Orlando Magic og komst í 3-1 í einvígi liðanna. Nikola Vucevic var öflugur hjá Orlando með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. MIAMI ADVANCES!@Goran_Dragic drops 13 of his 23 PTS in Q4 to lead the Heat to the Eastern Conference Semifinals! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/lCkXBFgap2— NBA (@NBA) August 25, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig og var með 14 stig og 19 fráköst þegar Miami Heat sópaði Indiana Pacers út úr úrslitakeppninni með sannfærandi 99-87 sigri. Tyler Herro var líka með 16 stig en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Miami liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina. Miami Heat er þriðja liðið til að komast áfram en Boston Celtics og Toronto Raptors unnu einnig sín einvígi 4-0. Dennis Schroder (#NBAPlayoffs career-high 30 PTS) & @CP3 (26 PTS, 3 STL) lead @okcthunder to the Game 4 win!Series tied 2-2... Game 5 on Wed. (8/26) at 6:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/UZ1dWFtfi0— NBA (@NBA) August 24, 2020 Spennan er aftur á móti í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder en Thunder jafnaði metin í 2-2 með 117-114 sigri í nótt. Dennis Schroder skoraði 30 stig fyrir Thunder liðið í leiknum, Chris Paul var með 26 stig og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. James Harden var með 32 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston en það dugði ekki til ekki frekar en 23 stig frá Eric Gordon og 21 stig frá Danuel House Jr. The @MiamiHEAT advance to the East semis, the @Bucks & @Lakers go up 3-1 and the @okcthunder tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/8Rdd2h4ixi— NBA (@NBA) August 25, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Monday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/TIOPoYyHrQ— NBA (@NBA) August 25, 2020 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Miami Heat varð þriðja liðið til að komast áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og bæði Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru í lykilstöðu eftir að þau komust í 3-1. Það er hins vegar allt jafnt í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder eftir að Thunder jafnaði í nótt. Los Angeles Lakers vann 135-115 sigur á Portland Trail Blazers og var þetta þriðji sigur liðsins í röð eftir að Portland liðið komst í 1-0 í einvíginu. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum (24.8) og heiðruðu leikmenn Lakers hann fyrst með því að spila í sérstökum Mamba búningnum en svo með því að rúlla yfir Portland liðið. @KingJames' EFFICIENT night (30 PTS, 10 AST, 10-12 FGM) pushes the @Lakers ahead 3-1 vs. POR! #NBAPlayoffsGame 5 Wed. (8/26) at 9 PM ET on TNT pic.twitter.com/k9hVx8UAIo— NBA (@NBA) August 25, 2020 LeBron James var rosalegur annan leikinn í röð en hann var með 30 stig og 10 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði. James settist endanlega á bekkinn í lok þriðja leikhluta þegar úrslitin voru ljós. Anthony Davis var með 18 stig á 18 mínútum og Kyle Kuzma skoraði líka 18 stig en Lakers liðið var 80-51 yfir í hálfleik. Það þótti mjög táknrænt á Mamba deginum að Lakers komst í 24-8 í leiknum en það eru einmitt númer Kobe Bryant. Damian Lillard, aðalstjarna Portland Trail Blazers, var aðeins með 11 stig en hann fór af velli í þriðja leikhluta, meiddur á hné. Jusuf Nurkic var atkvæðamestur með 20 stig og 13 fráköst. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 18 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum þegar Milwaukee Bucks vann 121-106 sigur á Orlando Magic og komst í 3-1 í einvígi liðanna. Nikola Vucevic var öflugur hjá Orlando með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. MIAMI ADVANCES!@Goran_Dragic drops 13 of his 23 PTS in Q4 to lead the Heat to the Eastern Conference Semifinals! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/lCkXBFgap2— NBA (@NBA) August 25, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig og var með 14 stig og 19 fráköst þegar Miami Heat sópaði Indiana Pacers út úr úrslitakeppninni með sannfærandi 99-87 sigri. Tyler Herro var líka með 16 stig en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Miami liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina. Miami Heat er þriðja liðið til að komast áfram en Boston Celtics og Toronto Raptors unnu einnig sín einvígi 4-0. Dennis Schroder (#NBAPlayoffs career-high 30 PTS) & @CP3 (26 PTS, 3 STL) lead @okcthunder to the Game 4 win!Series tied 2-2... Game 5 on Wed. (8/26) at 6:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/UZ1dWFtfi0— NBA (@NBA) August 24, 2020 Spennan er aftur á móti í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder en Thunder jafnaði metin í 2-2 með 117-114 sigri í nótt. Dennis Schroder skoraði 30 stig fyrir Thunder liðið í leiknum, Chris Paul var með 26 stig og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. James Harden var með 32 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston en það dugði ekki til ekki frekar en 23 stig frá Eric Gordon og 21 stig frá Danuel House Jr. The @MiamiHEAT advance to the East semis, the @Bucks & @Lakers go up 3-1 and the @okcthunder tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/8Rdd2h4ixi— NBA (@NBA) August 25, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Monday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/TIOPoYyHrQ— NBA (@NBA) August 25, 2020
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum