Sagðir ógna fiskistofnum og fæðuöryggi með sautján þúsund skipa veiðiflota Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 14:01 Fiskiskipum siglt á miðin í Suður-Kínahafi í byrjun mánaðarins. Getty/Yao Feng Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna. Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Sjóher Ekvador uppgötvaði nýverið 340 skipa veiðiflota við veiðar við hinar frægu Galápagoseyjar. Þar var á ferð floti frá Kína sem var að veiða smokk- og túnfisk. Flotinn hefur að mestu verið rétt fyrir utan landhelgi Ekvador en skipstjórar slökkva þó reglulega á sjálfvirkum staðsetningarbúnaði skipa í flotanum. Mörg skipanna eru nú farin af svæðinu en yfirvöld Í Kína segja flotann hafa farið eftir lögum og reglum. Sérfræðingar telja að Kínverjar geri út allt að sautján þúsund fiskiskip út um allan heim, sem ógni fiskistofnum og séu jafnvel notaður til ólöglegra veiða. Þar af eru þúsund skip skráð í öðrum löndum og er skipunum öllum skipt niður í marga flota. Um er að ræða skip sem eru notuð til veiða út á hafi, fjarri ströndum Kína. Svokölluð úthafsskip. Afli skipanna er fluttur í móðurskip sem koma honum til hafnar í Kína og flotunum fylgja olíuskip, önnur birgðaskip og jafnvel spítalaskip. Veiðarnar eru því stanslausar. Kína er stærsti útflutningsaðili fisks á heimsvísu og Kínverjar borðuðu rúmlega þriðjung alls þess fisks sem neytt var í heiminum árið 2015 (bls 72). Frá ströndum Vestur Afríku að ströndum Kóreuskagans hefur flotum, eins og þeim við Galápagoseyjar verið siglt inn í landhelgi annarra ríkja og eru þeir sagðir ógna fæðuöryggi fátækra þjóða. Í frétt Guardian segir þar að auki að fregnir hafi borist af grimmilegum mannréttindabrotum á áhöfnum þessara skipa. Um 340 skip voru við veiðar undan Galápagoseyjum.Skjáskot af Marinetraffic Meðal þess sem rannsóknir blaðamanna á þessum flotum hefur leitt í ljós er að Kínverjar hafa stundað gífurlega umfangsmiklar ólöglegar veiðar við strendur Norður-Kóreu. Þær veiðar hafi komið verulega niður á stofnum smokkfiska á svæðinu og leitt til þess að illa búnir sjómenn Norður-Kóreu hafa þurft að leita lengra út á sjó. Margir þeirra hafa dáið og til marks um það hafa hundruð draugaskipa rekið á land í Suður-Kóreu og Japan á undanförnum árum. Yfirvöld í Kína segja að Kínverjar geri út um 2.600 fiskiskip sem stundi veiðar fjarri Kína. Nýleg rannsókn Overseas Development Institute eða ODI, gefur þó til kynna að raunverulegur fjöldi slíkra skipa sé nærri 17 þúsund. Mörg þeirra beri ekki staðsetningarbúnað svo ekki sé hægt að fylgjast með því hvar þau séu við veiðar. Til samanburðar gera Bandaríkjamenn út tæplega 300 slík skip. Sérfræðingar sem Guardian ræddi við segja þessar veiðar að mestu leyti ekki vera ólöglegar. Það sé vandamál út af fyrir sig og ógni fiskistofnum. Þá sé nauðsynlegt fyrir yfirvöld í Kína að auka gagnsæi í fiskveiðum þeirra. Bæði hve mikið flotarnir veiða og hvar. Það þurfi til að ná utan um umfang veiðanna.
Kína Ekvador Sjávarútvegur Galapagoseyjar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira