Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Katrín Oddsdóttir Mest lesið Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun