Umfjöllun og viðtöl: HK - Grótta 3-0 | HK-ingar fengu andrými Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 22:05 Birnir Snær Ingason skoraði tvívegis gegn Gróttu. vísir/daníel HK vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu, 3-0, í Kórnum í kvöld. Þetta var fjórði sigur HK-inga í röð í deild og bikar á heimavelli. Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk fyrir HK og Stefan Alexander Ljubicic eitt. HK-ingar eru með fjórtán stig í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar, átta stigum frá fallsæti. Grótta er hins vegar áfram í 11. sætinu með sex stig. Seltirningar þurftu sárlega á sigri að halda í kvöld en það var ekki að sjá á frammistöðu þeirra. Hún var ekki merkileg eins og Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, viðurkenndi eftir leik. Seltirningar byrjuðu leikinn í kvöld ágætlega og strax á 5. mínútu fékk Axel Sigurðarson gott færi til að koma Gróttu yfir. Arnar Freyr Ólafsson varði þá skot Karls Friðleifs Gunnarssonar, Axel tók frákastið en hitti ekki markið. Þetta var langbesta og í raun eina alvöru færi Gróttu í leiknum. Eftir rólega byrjun hertu HK-ingar tökin og réðu ferðinni stærstan hluta fyrri hálfleiks. Á 26. mínútu slapp Birnir í gegnum vörn Gróttu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vel frá honum með fætinum. HK jók smám saman pressuna og fjórum mínútum fyrir hálfleik náðu heimamenn forystunni. Þórður Þorsteinn Þórðarson, sem lék sinn fyrsta leik fyrir HK í kvöld, átti þá fyrirgjöf frá hægri, Sigurvin Reynissyni mistókst að hreinsa frá, boltinn datt fyrir Stefan sem kláraði færið vel. HK byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur og var með öll völd á vellinum. Seltirningar voru daufir og gerðu sig í raun aldrei líklega upp við mark HK-inga. Á 56. mínútu tapaði Sigurvin boltanum klaufalega á miðjunni. Birnir sendi Jón Arnar Barðdal í gegn, Hákon Rafn felldi hann, Stefan tók frákastið og skoraði en Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmdi vítaspyrnu. Birnir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Skömmu síðar skoraði Ásgeir Börkur Ásgeirsson en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Grótta sótti af veikum mætti eftir þetta en það var engin sannfæring í sóknaraðgerðum þeirra og HK átti ekki í miklum vandræðum með að verjast þeim. Þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Birnir annað mark sitt og þriðja mark HK. Ívar átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Gróttu, Birnir lék á Hákon og renndi boltanum í autt markið. Lokatölur 3-0, HK í vil. Af hverju vann HK? Heimamenn voru betri aðilinn í leiknum í kvöld og stjórnuðu honum, bæði með og án boltans. Gestirnir réðu lítið við Birni og voru undir á miðjunni. Þá voru HK-ingar sterkari í báðum vítateigum. Hverjir stóðu upp úr? Birnir skoraði tvö mörk HK og var stöðugt ógnandi. Hann hefur nú skorað fimm mörk í síðustu þremur deildarleikjum HK-inga á heimavelli. Ólafur Örn Eyjólfsson átti skínandi leik á miðjunni og miðverðirnir Martin Rauschenberg og Leifur Andri Leifsson skiluðu góðu dagsverki. Þá hafði Ívar Örn Jónsson góðar gætur á Axel Sigurðarsyni, sem fór illa með HK í fyrri leiknum gegn Gróttu, og lagði þriðja markið upp. Hvað gekk illa? Sigurvin vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann gerði sig sekan um slæm mistök í fyrstu tveimur mörkum HK. Hann var þó langt því frá eini leikmaður Gróttu sem fann sig ekki. Liðið var ekki gott og átti litla möguleika í leiknum. Staða Seltirninga er ansi slæm og ljóst að hún batnar ekki með spilamennsku eins og í kvöld. Hvað gerist næst? Næstu tveir leikir HK eru gegn Val á Origo-vellinum. Á sunnudaginn mætast liðin í Pepsi Max-deildinni og eftir landsleikjahléið, þann 10. september, eigast þau við í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Framundan hjá Gróttu eru tveir heimaleikir, gegn Fylki á sunnudaginn og Fjölni, hinum nýliðunum, 14. september. Brynjar Björn: Planið gekk eftir Brynjar fer með gamanmál.vísir/bára Það lá vel á Brynjari Birni Gunnarssyni, þjálfara HK, eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna. „Þetta var mikilvægur leikur. Við skoruðum góð mörk, héldum hreinu og heilt yfir var þetta fagmannleg frammistaða,“ sagði Brynjar eftir leik. HK var með yfirhöndina í leiknum, hélt boltanum vel og átti ekki í vandræðum með að verjast máttlitlum sóknum Gróttu. „Við lögðum upp með að bakka aðeins og leyfa Gróttu að koma aðeins framar á völlinn. Þeir voru engu að síður fljótir til baka þegar þeir misstu boltann og þetta var smá múr að brjótast í gegnum,“ sagði Brynjar. „Við komum okkur í góðar stöður úti á köntunum og áttum fínar fyrirgjafir. Fyrsta markið kom upp úr því. Það má segja að planið hafi gengið eftir.“ Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í kvöld og hefur alls gert fimm mörk í síðustu þremur heimaleikjum HK í Pepsi Max-deildinni. „Við reynum að vera þéttir fyrir í vörninni og nýta okkar færi. Að hafa mann eins og Birni, sem getur búið til hluti nánast upp úr engu, er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Hann hefur gert hrikalega vel í síðustu leikjum,“ sagði Brynjar að lokum. Ágúst: Líðum ekki svona frammistöðu Staða Gróttu er ekki góð.vísir/vilhelm „Fyrstu viðbrögð eru bara skelfileg. Frammistaðan var ekki nógu góð. Eftir leik átti ég góðan fund með strákunum. Við skömmumst okkar fyrir þessa frammistöðu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Það er ekkert annað að gera en rífa sig í gang eftir þetta. Við gáfum HK-ingum þessi stig. Það er ekkert öðruvísi.“ Ágúst sagði að sínir menn hefðu verið slakir á öllum sviðum í leiknum í Kórnum í kvöld. „Það vantaði baráttu og að verja markið okkar betur. Og að nýta þau fáu upphlaup sem við fengum í leiknum til að skora. Mér fannst þetta ekki góð frammistaða hjá okkur. Við þurfum að rífa okkur í gang og við líðum ekki svona frammistöðu,“ sagði Ágúst. Eftir leiki kvöldsins er Grótta fjórum stigum frá öruggu sæti auk þess sem KA, sem er sætinu fyrir ofan Gróttu, á leik til góða. Þrátt fyrir slæma stöðu eru Ágúst og leikmenn Gróttu ekki af baki dottnir. „Fyrir tímabilið settum við okkur það markmið að halda okkur í deildinni og við breytum því ekkert. Það er nóg eftir. Við ætlum að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er. Það er stutt í næsta leik, gegn Fylki á sunnudaginn, og það er eins gott að við reimum á okkur skóna fyrir þá viðureign og baráttu,“ sagði Ágúst að endingu. Pepsi Max-deild karla HK Grótta
HK vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu, 3-0, í Kórnum í kvöld. Þetta var fjórði sigur HK-inga í röð í deild og bikar á heimavelli. Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk fyrir HK og Stefan Alexander Ljubicic eitt. HK-ingar eru með fjórtán stig í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar, átta stigum frá fallsæti. Grótta er hins vegar áfram í 11. sætinu með sex stig. Seltirningar þurftu sárlega á sigri að halda í kvöld en það var ekki að sjá á frammistöðu þeirra. Hún var ekki merkileg eins og Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, viðurkenndi eftir leik. Seltirningar byrjuðu leikinn í kvöld ágætlega og strax á 5. mínútu fékk Axel Sigurðarson gott færi til að koma Gróttu yfir. Arnar Freyr Ólafsson varði þá skot Karls Friðleifs Gunnarssonar, Axel tók frákastið en hitti ekki markið. Þetta var langbesta og í raun eina alvöru færi Gróttu í leiknum. Eftir rólega byrjun hertu HK-ingar tökin og réðu ferðinni stærstan hluta fyrri hálfleiks. Á 26. mínútu slapp Birnir í gegnum vörn Gróttu en Hákon Rafn Valdimarsson varði vel frá honum með fætinum. HK jók smám saman pressuna og fjórum mínútum fyrir hálfleik náðu heimamenn forystunni. Þórður Þorsteinn Þórðarson, sem lék sinn fyrsta leik fyrir HK í kvöld, átti þá fyrirgjöf frá hægri, Sigurvin Reynissyni mistókst að hreinsa frá, boltinn datt fyrir Stefan sem kláraði færið vel. HK byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur og var með öll völd á vellinum. Seltirningar voru daufir og gerðu sig í raun aldrei líklega upp við mark HK-inga. Á 56. mínútu tapaði Sigurvin boltanum klaufalega á miðjunni. Birnir sendi Jón Arnar Barðdal í gegn, Hákon Rafn felldi hann, Stefan tók frákastið og skoraði en Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmdi vítaspyrnu. Birnir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Skömmu síðar skoraði Ásgeir Börkur Ásgeirsson en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Grótta sótti af veikum mætti eftir þetta en það var engin sannfæring í sóknaraðgerðum þeirra og HK átti ekki í miklum vandræðum með að verjast þeim. Þegar ellefu mínútur voru til leiksloka skoraði Birnir annað mark sitt og þriðja mark HK. Ívar átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Gróttu, Birnir lék á Hákon og renndi boltanum í autt markið. Lokatölur 3-0, HK í vil. Af hverju vann HK? Heimamenn voru betri aðilinn í leiknum í kvöld og stjórnuðu honum, bæði með og án boltans. Gestirnir réðu lítið við Birni og voru undir á miðjunni. Þá voru HK-ingar sterkari í báðum vítateigum. Hverjir stóðu upp úr? Birnir skoraði tvö mörk HK og var stöðugt ógnandi. Hann hefur nú skorað fimm mörk í síðustu þremur deildarleikjum HK-inga á heimavelli. Ólafur Örn Eyjólfsson átti skínandi leik á miðjunni og miðverðirnir Martin Rauschenberg og Leifur Andri Leifsson skiluðu góðu dagsverki. Þá hafði Ívar Örn Jónsson góðar gætur á Axel Sigurðarsyni, sem fór illa með HK í fyrri leiknum gegn Gróttu, og lagði þriðja markið upp. Hvað gekk illa? Sigurvin vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann gerði sig sekan um slæm mistök í fyrstu tveimur mörkum HK. Hann var þó langt því frá eini leikmaður Gróttu sem fann sig ekki. Liðið var ekki gott og átti litla möguleika í leiknum. Staða Seltirninga er ansi slæm og ljóst að hún batnar ekki með spilamennsku eins og í kvöld. Hvað gerist næst? Næstu tveir leikir HK eru gegn Val á Origo-vellinum. Á sunnudaginn mætast liðin í Pepsi Max-deildinni og eftir landsleikjahléið, þann 10. september, eigast þau við í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Framundan hjá Gróttu eru tveir heimaleikir, gegn Fylki á sunnudaginn og Fjölni, hinum nýliðunum, 14. september. Brynjar Björn: Planið gekk eftir Brynjar fer með gamanmál.vísir/bára Það lá vel á Brynjari Birni Gunnarssyni, þjálfara HK, eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. Hann kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna. „Þetta var mikilvægur leikur. Við skoruðum góð mörk, héldum hreinu og heilt yfir var þetta fagmannleg frammistaða,“ sagði Brynjar eftir leik. HK var með yfirhöndina í leiknum, hélt boltanum vel og átti ekki í vandræðum með að verjast máttlitlum sóknum Gróttu. „Við lögðum upp með að bakka aðeins og leyfa Gróttu að koma aðeins framar á völlinn. Þeir voru engu að síður fljótir til baka þegar þeir misstu boltann og þetta var smá múr að brjótast í gegnum,“ sagði Brynjar. „Við komum okkur í góðar stöður úti á köntunum og áttum fínar fyrirgjafir. Fyrsta markið kom upp úr því. Það má segja að planið hafi gengið eftir.“ Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í kvöld og hefur alls gert fimm mörk í síðustu þremur heimaleikjum HK í Pepsi Max-deildinni. „Við reynum að vera þéttir fyrir í vörninni og nýta okkar færi. Að hafa mann eins og Birni, sem getur búið til hluti nánast upp úr engu, er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Hann hefur gert hrikalega vel í síðustu leikjum,“ sagði Brynjar að lokum. Ágúst: Líðum ekki svona frammistöðu Staða Gróttu er ekki góð.vísir/vilhelm „Fyrstu viðbrögð eru bara skelfileg. Frammistaðan var ekki nógu góð. Eftir leik átti ég góðan fund með strákunum. Við skömmumst okkar fyrir þessa frammistöðu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Það er ekkert annað að gera en rífa sig í gang eftir þetta. Við gáfum HK-ingum þessi stig. Það er ekkert öðruvísi.“ Ágúst sagði að sínir menn hefðu verið slakir á öllum sviðum í leiknum í Kórnum í kvöld. „Það vantaði baráttu og að verja markið okkar betur. Og að nýta þau fáu upphlaup sem við fengum í leiknum til að skora. Mér fannst þetta ekki góð frammistaða hjá okkur. Við þurfum að rífa okkur í gang og við líðum ekki svona frammistöðu,“ sagði Ágúst. Eftir leiki kvöldsins er Grótta fjórum stigum frá öruggu sæti auk þess sem KA, sem er sætinu fyrir ofan Gróttu, á leik til góða. Þrátt fyrir slæma stöðu eru Ágúst og leikmenn Gróttu ekki af baki dottnir. „Fyrir tímabilið settum við okkur það markmið að halda okkur í deildinni og við breytum því ekkert. Það er nóg eftir. Við ætlum að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er. Það er stutt í næsta leik, gegn Fylki á sunnudaginn, og það er eins gott að við reimum á okkur skóna fyrir þá viðureign og baráttu,“ sagði Ágúst að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti