Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 16:30 Leikmenn Dunajská Streda á Keflavíkurflugvelli í gær. mynd/dac1904.sk Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00
Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19