Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun í Texas. AP/Eric Gay Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira