Innlent

Ellefu sendir heim úr Melaskóla vegna gruns um smit

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Starfsmaður Melaskóla í Reykjavík er í sóttkví eftir að maki hans reyndist smitaður af kórónuveirunni.
Starfsmaður Melaskóla í Reykjavík er í sóttkví eftir að maki hans reyndist smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Ellefu starfsmenn Melaskóla voru í dag sendir heim vegna gruns um kórónuveirusmit en maki eins starfsmanns í Melaskóla greindist með veiruna.

Flestir voru sendir heim vegna þess að þeir höfðu verið nálægt starfsmanni skólans en aðrir voru beðnir um að halda sig heima við vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Þetta segir Björgvin Þór Þórhallson, skólastjóri Melaskóla, í samtali við fréttastofu.

Hann á von á að niðurstaða úr sýnatöku umrædds starfsmanns berist í kvöld og jafnvel seinni partinn. Foreldrar barna í skólanum muni fá bréf um framhaldið um leið og línur skýrast.

„Við erum eiginlega í biðstöðu núna og vitum ekki hvernig morgundagurinn verður,“ segir Björgvin. Ef niðurstaða skimunar verður neikvæð mun engin röskun verða á skólahaldi á morgun. Komi hins vegar í ljós að starfsmaðurinn hafi smitast af maka sínum þurfa að minnsta kosti nokkrir starfsmenn að fara í tveggja vikna sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×