Innlent

Brugðust við tilkynningu um alvarlegt fjallahjólaslys

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi tvo sjúkrabíla á vettvang.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi tvo sjúkrabíla á vettvang. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást við útkalli vegna hjólreiðamanns sem fallið hafði af hjóli sínu Skálafelli í kvöld. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins, þar sem tilkynningin hljóðaði eins og um alvarlegt slys hafi verið að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á vettvang auk þess sem að fjallatrukkur slökkviliðsins var kallaður út.

Þegar sjúkraflutningamenn kom á vettvang varð hins vegar blessunarlega ljóst að meiðsl hjólreiðakappans voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu.

Um klukkutíma tók að ferja manninn niður að sjúkrabíl sem flutti viðkomandi á sjúkrahús. Vinsælar fjallahjólreiðaleiðir eru við Skálafell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×