Flóðbylgja frestana í bandarísku íþróttalífi eftir ákvörðun Bucks í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Nneka Ogwumike, formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar, ræðir við leikmenn Atlanta Dream, Washington Mystics, Minnesota Lynx, og Los Angeles Sparks sem ákváðu allir að spila ekki leikina í gær í mótmælaskyni. Getty/ Julio Aguilar Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað. NBA Bandaríkin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Íþróttamenn og íþróttalið í Bandaríkjunum stóðu með Milwaukee Bucks liðinu í nótt og það var því ekkert af þeim leikjum sem áttu að fara fram í öðrum íþróttagreinum í landinu. Leikmenn Milwaukee Bucks i NBA-deildinni tók þá ákvörðun fyrir leik sinn í úrslitakeppninni í gær og mæta ekki til leiks í mótmælaskyni vegna skotárásar lögreglu á blökkumanninn Jacob Blake. Atvikið gerðist í Wisconsin-fylki sem er heimafylki Milwaukee Bucks liðins. Leikmenn Milwaukee Bucks kröfðust réttlætis fyrir Jacob Blake sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum þegar hann fór inn í bílinn sinn þar sem voru meðal annars börnin hans þrjú. Atvikið náðist á myndband en Blake var óvopnaður. Within hours, various WNBA, Major League Soccer and Major League Baseball games were called off as athletes acted in solidarity with the Milwaukee Bucks' players. https://t.co/O0Pz5pj8oN— Action News Now (@ActionNewsNow) August 27, 2020 Verkföll eru bönnuð samkvæmt samningi leikmanna og NBA-deildarinnar en atvikið með Blake í kjölfarið á því sem gerðist með George Floyd var enn eitt dæmið um það kerfisbundna óréttlæti sem blökkumenn glíma við í Bandaríkjunum. Fljótlega fóru líka að berast fréttir af því að hin liðin í NBA-úrslitakeppninni ætluðu að gera það saman og NBA-deildin frestaði síðan öllum leikjunum, líka þeim þar sem Milwaukee Bucks mætti ekki. Þetta átti að verða kvöld með þremur æsispennandi leikjum fimm í úrslitakeppninni en í staðinn fór enginn þeirra fram. NBA players react to the Bucks boycotting Game 5. pic.twitter.com/3FW2WytsU6— ESPN (@espn) August 26, 2020 Leikmenn í NBA-deildinni funduðu síðan í framhaldinu og þótt einhverjir hafi verið ósáttir með það að Milwaukee Bucks liðið lét hin liðin ekki vita þá var samtakamátturinn mikill og það verður því fróðlegt að sjá hver næstu skrefin verða. Samtakamátturinn náði líka inn í aðrar íþróttagreinar. Eftir að NBA frestaði sínum þremur leikjum þá var gekk flóðbylgja frestana yfir bandarískt íþróttalíf. Þremur leikjum í WNBA-deildinni, fimm leikjum í MLS-fótboltadeildinni og þremur leikjum í bandaríska hafnaboltanum var líka frestað.
NBA Bandaríkin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira