65 milljónir til ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 12:30 Íslendingar eru hvattir til að vera duglegir að ferðast um Suðurland í sumar en á svæðinu eru margar af helstu náttúruperlum landsins eins og Gullfoss þar sem þessi mynd er tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“