Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 12:06 Um fimm hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á mataraðstoð að halda. visir/vilhelm Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49