Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:30 Það er mikið verðmæti í nafni Lionel Messi og Manchester mun örugglega nýta sér það. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti