Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 08:27 Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu leiddu rannsóknina. unc Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira