Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 11:35 Hér má sjá myndir af þær systrum. Facebook/Justice for Sarah and Amina Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til. Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til.
Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira