Hömlulaust á Hlíf eftir neikvæð sýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 13:12 Hjúkunarheimilið Hlíf á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira