Innlent

Um fjöru­tíu prósent með rakningarappið

Sylvía Hall skrifar
Alma L. Möller landlæknir.
Alma L. Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm

Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19 að sögn Ölmu Möller landlæknis. Stór hluti ferðamanna hafi einnig náð í appið svo hægt sé að rekja ferðir þeirra ef smit kemur upp.

Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Alma segir appið skipta sköpum þegar smit kemur upp, enda hjálpar það smitrakningarteyminu að rekja ferðir þeirra sem greinast með veiruna.

Hún hvetur alla til þess að sækja appið, enda geti minnið reynst gloppótt þegar kemur að því að rekja ferðir fólks aftur í tímann. Það geti jafnframt reynst sérstaklega erfitt þegar fólk finnur fyrir einkennum og er orðið tiltölulega veikt.

Verið er að skoða Bluetooth virkni sem myndi gagnast sérstaklega ef fólk er í margmenni. Google og Apple eru með þá lausn í þróun að sögn Ölmu.


Tengdar fréttir

Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu

Gestur Pálmason, einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarforritið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×