Rangfærslur Fréttastofu ríkisins Svanur Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun