"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 19:30 „Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira