Færri þurfa sjúkrahúsinnlögn í þessari bylgju Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Sjö prósent þeirra sem veiktust í vor þurftu sjúkrahúsinnlögn. Nú er hlutfallið 2,5 prósent. Landspítali/Þorkell Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35
Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04
Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29