Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 19:40 Frá Kenosha í Bandaríkjunum. AP Photo/David Goldman Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð.
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira