Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 19:40 Frá Kenosha í Bandaríkjunum. AP Photo/David Goldman Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð. Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. Í frétt CNN segir þó hins vegar að útskýringar lögreglunnar skilji enn eftir „gapandi holu“ í tímalínuninni sem átti sér stað er Blake var skotinn. Í raun sé aðeins um að ræða einhvers konar drög að útskýringu, því að ekki sé greint frá því af hverju lögregla hafi viljað handtaka Blake, hvorki sé greint frá því hvort Blake hafi verið vopnaður eggvopni né af hverju hann var skotinn alls sjö sinnum. Segja Blake hafa viðurkennt að hafa verið með hníf Lögregluyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki stigið fram til að útskýra hvað lögreglumenn voru að gera á vettvangi, og hvað hafi leitt til þess að Blake var skotinn. Í frásögn lögregluyfirvalda kemur raunar aðeins fram að lögreglumenn hafi ætlað sér að handtaka Blake, 29 ára svartan mann. Lögreglumenn hafi reynt að hafa hendur í hári hans með rafbyssu, án árangurs. Hann hafi því næst gengið að ökumannshurðinni á bíl hans og beygt sig inn í bílinn. Það var þá sem lögreglumaðurinn Rusten Sheskey skaut Blake sjö sinnum í bakið. Lögregla segir að Blake hafi viðurkennt að hafa verið með hníf og að lögreglumenn hafi lagt hald á hníf sem fannst á gólfi bifreiðar Blake. Myndbönd af vettvangi sýna að Blake lenti í stympingum við lögregluþjóna og á einum tímapunkti kallaði lögregluþjónn á Blake að sleppa hníf. Vitni segjast þó ekki hafa séð hníf og enginn hnífur er sjáanlegur á myndböndum. Eftir að Blake hafði verið skotinn með rafbyssu gekk hann að bílstjórahurð bíls síns og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði í bol hans og skaut hann margsinnis í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Skotunum var hleypt af þremur mínútum eftir að lögreglumenn mættu á vettvang. Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir viðskipti sín við lögreglu en gríðarleg mótmæli hafa sprottið upp í kjölfarið. Lögreglan í Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Hann stendur frammi fyrir því að vera ákærður fyrir morð.
Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira