Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenskur fót­bolti og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflvíkingar spila á útivelli í kvöld.
Keflvíkingar spila á útivelli í kvöld. vísir/daníel

Áfram heldur veislan á sportrásum Stöðvar 2 þessa daganna og í dag og kvöld er boðið upp á sex beinar útsendingar frá íþróttum.

Veislan hefst strax klukkan 11.00 er breska meistaramótið á Evróputúrnum fer fram. Önnur útsending hefst svo klukkan 14.00.

Klukkan 17.15 verður svo flautað til leiks fyrir norðan er Þór/KA fær Val í heimsókn.

Valur er komið aftur inn í toppbaráttuna og er einungis tveimur stigum á eftir toppliði Blika eftir síðustu leiktíð.

Það er svo stórleikur í Lengjudeildinni klukkan 18.00 er Leiknir og Keflavík mætast.

Keflavík er á toppnum með 24 stig en Leiknir er í 4. sætinu með tuttugu stig eftir að hafa fatast flugið að undanförnu.

BMW meistaramótið og LPGA-túrinn er svo sýnt á Stöð 2 Golf og Stöð 2 eSport í kvöld.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×