Tvö þúsundasti rafbíllinn afhentur hjá BL Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. ágúst 2020 07:00 Það voru hjónin Jose Vicente Garcia Agullo og Sigrún Garcia Thorarensen, sem festu kaup á tvö þúsundasta rafbíl BL og tóku þau við bílnum á miðvikudag. BL BL náði ánægjulegum áfanga á miðvikudag, þegar tvö þúsundasti rafbíllinn frá BL var afhentur nýjum eigendum við Sævarhöfða. Um var að ræða MG ZS EV, sem er nýtt merki í flóru BL sem hóf rafbílasölu í lok ágúst árið 2013 þegar BL kynnti fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims, Nissan Leaf. Veldisvöxtur orðið í rafbílasölu Það er til marks um þann veldisvöxt sem orðið hefur í sölu rafbíla á Íslandi undanfarin misseri að það tók BL rúm fimm ár að selja fyrstu eitt þúsund rafbílana, sem var í lok nóvember 2018, en aðeins 21 mánuð að selja seinna eitt þúsundið segir í fréttatilkynningu frá BL vegna þessara tímamóta. Árið 2018 var tíundi hver fólksbíll sem BL seldi rafbíll en á þessu ári stefnir í að hlutfallið verði fjórði hver; um 25%. Frá 2013 hefur BL nýskráð rúm 50% allra nýskráðra rafbíla hér á landi. Rafbílasala BL frá lokum ágúst 2013 til 26. ágúst 2020BL Leaf og Kona bera hæst Um þessar mundir selur BL tíu gerðir hreinna rafbíla frá 7 framleiðendum eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar frá 2013 þegar rafbílasalan hófst. Eins og taflan sýnir er Nissan Leaf lang söluhæsti rafbíll BL (og raunar söluhæsti rafbíll landsins frá upphafi). Taflan sýnir einnig hversu miklum árangri Hyundai KONA EV hefur náð á íslenska markaðnum á þeim aðeins tveimur árum sem bíllinn hefur verið boðinn hér á landi enda er hann einn langdrægasti bíllinn í sínum flokki á markaðnum og afar vel búinn. Á næsta ári bætast fleiri hreinir rafbílar í hópinn hjá BL, m.a. frá BMW, Dacia, Nissan og Renault. Vistvænir bílar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
BL náði ánægjulegum áfanga á miðvikudag, þegar tvö þúsundasti rafbíllinn frá BL var afhentur nýjum eigendum við Sævarhöfða. Um var að ræða MG ZS EV, sem er nýtt merki í flóru BL sem hóf rafbílasölu í lok ágúst árið 2013 þegar BL kynnti fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims, Nissan Leaf. Veldisvöxtur orðið í rafbílasölu Það er til marks um þann veldisvöxt sem orðið hefur í sölu rafbíla á Íslandi undanfarin misseri að það tók BL rúm fimm ár að selja fyrstu eitt þúsund rafbílana, sem var í lok nóvember 2018, en aðeins 21 mánuð að selja seinna eitt þúsundið segir í fréttatilkynningu frá BL vegna þessara tímamóta. Árið 2018 var tíundi hver fólksbíll sem BL seldi rafbíll en á þessu ári stefnir í að hlutfallið verði fjórði hver; um 25%. Frá 2013 hefur BL nýskráð rúm 50% allra nýskráðra rafbíla hér á landi. Rafbílasala BL frá lokum ágúst 2013 til 26. ágúst 2020BL Leaf og Kona bera hæst Um þessar mundir selur BL tíu gerðir hreinna rafbíla frá 7 framleiðendum eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar frá 2013 þegar rafbílasalan hófst. Eins og taflan sýnir er Nissan Leaf lang söluhæsti rafbíll BL (og raunar söluhæsti rafbíll landsins frá upphafi). Taflan sýnir einnig hversu miklum árangri Hyundai KONA EV hefur náð á íslenska markaðnum á þeim aðeins tveimur árum sem bíllinn hefur verið boðinn hér á landi enda er hann einn langdrægasti bíllinn í sínum flokki á markaðnum og afar vel búinn. Á næsta ári bætast fleiri hreinir rafbílar í hópinn hjá BL, m.a. frá BMW, Dacia, Nissan og Renault.
Vistvænir bílar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent