Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ásamt lögmanni sínum í dómsal í september í fyrra. getty/pool Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá. Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá.
Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55
R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22