Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ásamt lögmanni sínum í dómsal í september í fyrra. getty/pool Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá. Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. Lögmaður Kelly segir í samtali við CNN að honum hafi verið tjáð að tónlistarmaðurinn hafi legið í rúminu í fangaklefa sínum þegar annar fangi vatt sér upp að honum og lét hnefana tala. Kelly sætir margvíslegum ákærum í þremur ríkjum Bandaríkjanna fyrir kynferðisbrot, barnaníð, mannrán, mansal, mútugreiðslur, fjárkúgun og vörslu á barnaklámi. Hann var tvívegis handtekinn í fyrra og hefur verið í haldi lögreglunnar í Chicago í rúmt ár. Hann neitar sök og áætlað er að hann geri það aftur þegar hann verður leiddur fyrir dómara í september. Fjölmiðlar vestanhafs hafa átt í erfiðleikum með að staðfesta að Kelly hafi orðið fyrir fyrrnefndri áras á þriðjudag. Lögmannateymi hans segist sjálft hafa fengið misvísandi upplýsingar um atburðarásina og hvort Kelly hafi slasast í átökunum. Einn lögmanna hans segir þó að fangaverðir hafi verið fljótir að stöðva árásarmanninn. Lögmennirnir hafa varið síðustu vikum í að fá Kelly lausan svo hann geti tekið þátt í málsvörn sinni fyrir aðalmeðferðina í september. Þeir hafi ekki getað átt í neinum samskiptum við hann af ráði vegna strangra kórónuveirutakmarkana í fangelsinu í Chicago. Lögmennirnir hafi þannig ekki getað rætt við Kelly um hina meintu árás. Hvað sem henni líður telja lögmennirnir nauðsynlegt að losa hann úr haldi næstu vikurnar því líf hans sé í hættu. Ákærurnar gegn Kelly hafa hlaðist upp á síðustu árum samhliða frásögnum tuga kvenna sem segja hann hafa brotið gegn sér, t.a.m. þegar þær voru á barnsaldri. Fari svo að R. Kelly verði dæmdur í öllum ákæruliðum má hann vænta þess að verja ævinni á bak við lás og slá.
Bandaríkin Tónlist MeToo Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Sjá meira
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55
R. Kelly ákærður fyrir mútur vegna hjónabandsins við Aaliyah Tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur verið ákærður fyrir að bera mútur á opinberan embættismann í tengslum við það þegar hann giftist söngkonunni Aaliyah árið 1994. 6. desember 2019 08:22