„Sem betur fer gerði hann það ekki því það hefði verið drepleiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:30 Valsmenn fagna einu marka sinn í Pepsi Max deildinni í sumar. Lasse Petry Andersen þakkar Kaj Leo í Bartalsstovu fyrir stoðsendinguna. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi? Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi?
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira