Fish Partner með veiðiferðir erlendis Karl Lúðvíksson skrifar 17. nóvember 2021 11:55 Fsi Partner hefur hafið sölu á veiðiferðum erlendis þar á meðal í Tarpoon veiði Veiðifélagið Fish Partner hefur hafið sölu á veiðiferðum erlendis. Um er að ræða veiði á mörgum af bestu veiðisvæðum heims þar sem allir geta fundið veiði og afþreyingu við sitt hæfi. Veiðisvæðin sem við bjóðum upp á eru öll þess eðlis að við höfum veitt þar sjálfir, eða þekkjum vel til starfseminnar og þeirra sem að henni standa. Svæðin sem í boði eru spanna allan skalann, hvort sem um er að ræða veiði á risa Tarpon við strendur Kosta Ríka, Taimen veiði í Mongolíu eða tekníska silungsveiði á Spáni, við rætur Pýranea fjalla. Allt þetta og meira til er í boði. Flest ef ekki öll veiðisvæðin bjóða að auki upp á annars konar afþreyingu, svo sem vínsmökkun, fjallgöngur og skoðunarferðir um söguslóðir. Að auki býður Fish Partner upp á skipulagðar ferðir með fararstjóra, en til að byrja með verður boðið upp á tvær slíkar ferðir. Annarsvegar ferð með Kristjáni Páli Rafnssyni til Tarpon Ville í Kosta Ríka. Þar gefst veiðimönnum tækifæri á að eltast við stærstu fiska sem þeir munu nokkurn tíma komast í tæri við með flugustöng, en ekki er óalgengt að glíma við Tarpon fiska um 100 pund, og allt upp í 200 pund. Og auðvitað í mögnuðu umhverfi við strendur Kosta Ríka. Hinsvegar gefst veiðimönnum tækifæri á að slást í för með Ólafi Tómasi Guðbjartssyni til Slóveníu. Þar er að finna algjörlega mögnuð veiðisvæði í Soca dalnum og nágrenni hans sem geyma fjölmargar fisktegundir, t.am Hucho laxinn sem er gjarnan nefndur hinn evrópski Taimen. Að auki er að finna grayling, marble trout og regnbogasilung í miklu magni. Algjörlega einstakt tækifæri til þess að kynnast mögnuðu veiðisvæði í mögnuðu landi. Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Veiðisvæðin sem við bjóðum upp á eru öll þess eðlis að við höfum veitt þar sjálfir, eða þekkjum vel til starfseminnar og þeirra sem að henni standa. Svæðin sem í boði eru spanna allan skalann, hvort sem um er að ræða veiði á risa Tarpon við strendur Kosta Ríka, Taimen veiði í Mongolíu eða tekníska silungsveiði á Spáni, við rætur Pýranea fjalla. Allt þetta og meira til er í boði. Flest ef ekki öll veiðisvæðin bjóða að auki upp á annars konar afþreyingu, svo sem vínsmökkun, fjallgöngur og skoðunarferðir um söguslóðir. Að auki býður Fish Partner upp á skipulagðar ferðir með fararstjóra, en til að byrja með verður boðið upp á tvær slíkar ferðir. Annarsvegar ferð með Kristjáni Páli Rafnssyni til Tarpon Ville í Kosta Ríka. Þar gefst veiðimönnum tækifæri á að eltast við stærstu fiska sem þeir munu nokkurn tíma komast í tæri við með flugustöng, en ekki er óalgengt að glíma við Tarpon fiska um 100 pund, og allt upp í 200 pund. Og auðvitað í mögnuðu umhverfi við strendur Kosta Ríka. Hinsvegar gefst veiðimönnum tækifæri á að slást í för með Ólafi Tómasi Guðbjartssyni til Slóveníu. Þar er að finna algjörlega mögnuð veiðisvæði í Soca dalnum og nágrenni hans sem geyma fjölmargar fisktegundir, t.am Hucho laxinn sem er gjarnan nefndur hinn evrópski Taimen. Að auki er að finna grayling, marble trout og regnbogasilung í miklu magni. Algjörlega einstakt tækifæri til þess að kynnast mögnuðu veiðisvæði í mögnuðu landi.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði