Blöskrar að viðhorf einstaka íbúa vegi þyngra en 280 barna Ísaksskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2020 15:56 Svona var Ísaksskóli í gær. Lítill sparkvöllur og svo stærra gervigras með engum mörkum. Fróðlegt verður að sjá hvaða stærð verður á mörkunum sem verða á vellinum fjær. Nágrannarnir sem hafa orðið fyrir ónæði búa í húsinu næst vellinum. Vísir/Vilhelm Foreldri í Ísaksskóla spyr á hvaða stað við sem samfélag séum komin þegar vinsælasta afþreying barna í grunnskóla er fjarlægð vegna kvörtunar nágranna sem býr við hliðina á skólanum. Knattspyrnuvöllur, óhefðbundinn battavöllur sem naut mikilla vinsælda, var fjarlægður af lóð Ísaksskóla í sumar og var því ekki lengur á sínum stað þegar börnin mættu til skóla í vikunni. Lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg segir ljóst að ekki hafi verið leyfi fyrir uppsetningu vallarins og hann því fjarlægður að ósk nágranna. Davíð Þór Viðarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Davíð Þór er foreldri tveggja barna í Ísaksskóla. Fimm ára stúlku og níu ára drengs sem hafði fengið tíðindin frá foreldrum sínum að völlurinn væri farinn. Það var að sögn Davíðs Þórs eins og hann hefði ekki trúað því að svo gæti verið þegar hann mætti í skólann í vikunni eftir sumarfrí. Alltaf líf og fjör „Hann trúði gjörsamlega ekki sínum eigin augum. Hann var mjög ósáttur,“ segir Davíð Þór sem er verulega ósáttur við niðurstöðuna í málinu. Hann telur ótrúlegt að eftir kvartanir nágrannans til lengri tíma útaf vellinum vinsæla sé niðurstaðan sú að hann heyri einfaldlega sögunni til. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. „Hún var búin að kvarta mikið og heyrast mikið í henni í mjög einhliða umfjöllun Morgunblaðsins um þetta mál. Það var ekki fyrr en í fjórðu greininni að einn fimmti greinarinnar var smá bútur úr viðtali við skólastjóra Ísaksskóla. Fréttaflutningurinn hefur hingað til verið mjög einhliða og í þágu þeirra sem vildu losna við völlinn,“ segir Davíð Þór. „Fyrir mér er þetta dálítið þannig að maður man eftir því sjálfur sem barn hversu gaman var að komast út á völl. Maður lék sér úti á skólavelli öllum stundum. Svo nú í seinni tíð, og flestir foreldrar kannast við það þegar þeir koma með og sækja börnin í skólann, hversu gaman er að sjá skólalóðina iða af lífi og þessi battavöllur sem var þarna á Ísaksskóla, það var alltaf þvílíkt líf og fjör þarna. Svo er saga málsins sú að það hefur verið fótboltavöllur þarna í tugi ára,“ segir Davíð Þór. Viðtalið við Davíð Þór má heyra hér að neðan. Skólastjóri Ísaksskóla tjáði Vísi í vikunni að völlurinn, sem var gjöf velunnara skólans, hefði verið settur upp með leyfi Reykjavíkurborgar. Málið hafi hins vegar strandað á grindverki sem sett var upp á milli vallarins og húss nágrannans. Ekki hafi verið leyfi fyrir svo háu grindverki, óskað hafi verið eftir breytingu á deiliskipulagi eftir á sem fékkst ekki. Fór svo að borgarráð samþykkti að fjarlægja völlinn að tillögu fulltrúa af skipulags- og byggingasviði. Aldrei leyfi fyrir uppsetningu vallarins Erna Hrönn Geirsdóttir, lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir óumdeilt að aldrei hafi verið leyfi fyrir þessum velli. Hann hafi ekki verið eftir stöðlum borgarinnar og settur á lóðina án þess að hann hafi farið í grenndarkynningu. Kvartanir hafi borist og því ákveðið að fara með völlinn í grenndarkynningu þótt hann væri löngu kominn í notkun. Tilgangurinn að kanna hug þeirra sem búa í kring. Reykjavíkurborg bárust athugasemdir frá tveimur fasteignaeigendum á svæðinu, neikvæðar athugasemdir, og engar jákvæðar athugasemdir bárust. Því hafi völlurinn verið skoðaður nánar og komið í ljós að álgrindur sem voru í hlutverki batta á vellinum ollu miklum hávaða. Mun meiri en á battavöllum borgarinnar þar sem battarnir eru úr tré. Því hafi glumið í vellinum og ekkert annað í stöðunni en að taka völlinn niður. Erna Hrönn bendir á að þarna hafi vissulega alltaf verið fótboltavöllur með malbiki og engin ónæði verið af honum. Þessi völlur hafi hins vegar verið miklu meiri framkvæmd og borgin því tekið hann niður. Aðspurð af hverju skólstjóri Ísaksskóla telji sig hafa haft leyfi fyrir uppsetningu vallarins á sínum tíma segir Erna að vissulega hafi farið fram samtal Ísaksskóla og borgarinnar á sínum tíma. Hins vegar hljóti að hafa orðið einhver misskilningur en Erna Hrönn var ekki orðinn aðili að málinu á þeim tíma. Hagsmuni íbúa eða 280 barna? Völlurinn hefur ekki aðeins notið vinsælda hjá börnunum í Ísaksskóla á skólatíma heldur langt fram á kvöld hjá börnum, unglingum og jafnvel fullorðnum. Kvartanir nágrannans sneru meðal annars að því að mikil læti væru fram eftir öllu. „Ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum að þetta geti valdið einhverjum óþægindum. sérstaklega þegar fullorðið fólk og unglingar var farið að sækja í þetta eftir skóla,“ segir Davíð Þór. Lengi hefur verið malbikaður fótboltavöllur á lóð Ísaksskóla á svæðinu til hægri á myndinni. Árið 2017 var þar lengri völlur með stærri mörkum og svo styttri völlur með pínulitlum mörkum.Vísir/Egill „En það sem mér finnst erfiðast í þessu er að þarna ertu með hagsmuni þessa íbúa sem eru ósáttir við völlinn og á móti því ertu með hagsmuni 280 barna sem allt í einu mæta í skólann á mánudaginn og völlurinn sem var þeim svo kær er bara farinn. Það er líka þannig að Ísaksskóli og skólastjórnendur gerðu ekkert rangt. Þau fengu leyfi fyrir öllu frá Reykjavíkurborg. Eina óleyfisframkvæmdin var þessi hækkun á girðingunni. Girðingin var hækkuð til að minnka áreitið fyrir þennan nágranna. Hún fór yfir ákveðna hæð og þurfti að fá leyfi fyrir henni, sem þurfti að fara í deiliskipulag.“ Ólýsanleg martröð að sögn íbúans Nágranninn, sem tjáði Morgunblaðinu í vikunni að „ólýsanlegri martröð“ væri loks lokið, vildi ekki ræða málið frekar þegar fréttastofa heyrði í honum í gær. Stefán Pálsson sagnfræðingur greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að lögregla hefði verið kölluð út á sparkvöllinn eftir hádegi í sumar vegna kvartana. „Svo maður sýni örlitla sanngirni, þá er þessi sparkvöllur ekki vel hannaður og settur alveg á lóðarmörkin. Vonandi finnst lausn,“ sagði sagnfræðingurinn og íbúi í Hlíðunum í umræðum um málið á Twitter. Þar hefur málið verið til mikillar umræðu og margir sem tengja við minningar úr æsku þar sem leikvellir, körfuboltavellir, hjólabrettavellir og fleira, sem nutu vinsælda í hverfum, voru fjarlægð vegna kvartana íbúa á látum. Ég hugsa svo oft um þetta. Á þessu svæði var körfuboltakarfa, sandkassi og fleira. Fullt af krökkum úti. Karfan fór fyrst því það var einhver leigubílstjóri sem vann næturvinnu sem meikaði ekki dripplið. Núna er þetta svona.Þú veist, hvað er þetta? Hvað á ég að gera við þetta? pic.twitter.com/5gjHYkPLoa— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 26, 2020 „Við fullorðna fólkið erum alltaf að tala um áhyggjur sem við höfum af börnunum okkar, skjánotkun, offituvandamálum. Hvað gerum við svo? Við fjarlægjum það sem er langvinsælast hjá börnunum í frímínútum. Það getur vel verið að þarna sé verið að spila langt fram á kvöld. En þetta er staður sem börnin koma á til að fá útrás og hreyfingu. Á hvaða stað erum við komin þegar þetta er orðið ómögulegt?“ spyr Davíð Þór. Davíð Þór Viðarsson í búningi FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Vilhelm Gervigrasið sem var komið á lóðina í stað malbiks verður áfram og til stendur að setja upp mörk. „Krafa nágrannans að það verði pínulítil mörk. Skólin mótmælti því harðlega og eftir því sem ég best veit kemur ágæt stærð á mörkum. Völlurinn hefur verið þarna í tugi ára. Ef það koma minni mörk en þau sem voru þarna fyrir þá mæti ég hingað aftur,“ sagði Davíð Þór við Bítismenn. Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. 26. ágúst 2020 13:38 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Foreldri í Ísaksskóla spyr á hvaða stað við sem samfélag séum komin þegar vinsælasta afþreying barna í grunnskóla er fjarlægð vegna kvörtunar nágranna sem býr við hliðina á skólanum. Knattspyrnuvöllur, óhefðbundinn battavöllur sem naut mikilla vinsælda, var fjarlægður af lóð Ísaksskóla í sumar og var því ekki lengur á sínum stað þegar börnin mættu til skóla í vikunni. Lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg segir ljóst að ekki hafi verið leyfi fyrir uppsetningu vallarins og hann því fjarlægður að ósk nágranna. Davíð Þór Viðarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Davíð Þór er foreldri tveggja barna í Ísaksskóla. Fimm ára stúlku og níu ára drengs sem hafði fengið tíðindin frá foreldrum sínum að völlurinn væri farinn. Það var að sögn Davíðs Þórs eins og hann hefði ekki trúað því að svo gæti verið þegar hann mætti í skólann í vikunni eftir sumarfrí. Alltaf líf og fjör „Hann trúði gjörsamlega ekki sínum eigin augum. Hann var mjög ósáttur,“ segir Davíð Þór sem er verulega ósáttur við niðurstöðuna í málinu. Hann telur ótrúlegt að eftir kvartanir nágrannans til lengri tíma útaf vellinum vinsæla sé niðurstaðan sú að hann heyri einfaldlega sögunni til. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. „Hún var búin að kvarta mikið og heyrast mikið í henni í mjög einhliða umfjöllun Morgunblaðsins um þetta mál. Það var ekki fyrr en í fjórðu greininni að einn fimmti greinarinnar var smá bútur úr viðtali við skólastjóra Ísaksskóla. Fréttaflutningurinn hefur hingað til verið mjög einhliða og í þágu þeirra sem vildu losna við völlinn,“ segir Davíð Þór. „Fyrir mér er þetta dálítið þannig að maður man eftir því sjálfur sem barn hversu gaman var að komast út á völl. Maður lék sér úti á skólavelli öllum stundum. Svo nú í seinni tíð, og flestir foreldrar kannast við það þegar þeir koma með og sækja börnin í skólann, hversu gaman er að sjá skólalóðina iða af lífi og þessi battavöllur sem var þarna á Ísaksskóla, það var alltaf þvílíkt líf og fjör þarna. Svo er saga málsins sú að það hefur verið fótboltavöllur þarna í tugi ára,“ segir Davíð Þór. Viðtalið við Davíð Þór má heyra hér að neðan. Skólastjóri Ísaksskóla tjáði Vísi í vikunni að völlurinn, sem var gjöf velunnara skólans, hefði verið settur upp með leyfi Reykjavíkurborgar. Málið hafi hins vegar strandað á grindverki sem sett var upp á milli vallarins og húss nágrannans. Ekki hafi verið leyfi fyrir svo háu grindverki, óskað hafi verið eftir breytingu á deiliskipulagi eftir á sem fékkst ekki. Fór svo að borgarráð samþykkti að fjarlægja völlinn að tillögu fulltrúa af skipulags- og byggingasviði. Aldrei leyfi fyrir uppsetningu vallarins Erna Hrönn Geirsdóttir, lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir óumdeilt að aldrei hafi verið leyfi fyrir þessum velli. Hann hafi ekki verið eftir stöðlum borgarinnar og settur á lóðina án þess að hann hafi farið í grenndarkynningu. Kvartanir hafi borist og því ákveðið að fara með völlinn í grenndarkynningu þótt hann væri löngu kominn í notkun. Tilgangurinn að kanna hug þeirra sem búa í kring. Reykjavíkurborg bárust athugasemdir frá tveimur fasteignaeigendum á svæðinu, neikvæðar athugasemdir, og engar jákvæðar athugasemdir bárust. Því hafi völlurinn verið skoðaður nánar og komið í ljós að álgrindur sem voru í hlutverki batta á vellinum ollu miklum hávaða. Mun meiri en á battavöllum borgarinnar þar sem battarnir eru úr tré. Því hafi glumið í vellinum og ekkert annað í stöðunni en að taka völlinn niður. Erna Hrönn bendir á að þarna hafi vissulega alltaf verið fótboltavöllur með malbiki og engin ónæði verið af honum. Þessi völlur hafi hins vegar verið miklu meiri framkvæmd og borgin því tekið hann niður. Aðspurð af hverju skólstjóri Ísaksskóla telji sig hafa haft leyfi fyrir uppsetningu vallarins á sínum tíma segir Erna að vissulega hafi farið fram samtal Ísaksskóla og borgarinnar á sínum tíma. Hins vegar hljóti að hafa orðið einhver misskilningur en Erna Hrönn var ekki orðinn aðili að málinu á þeim tíma. Hagsmuni íbúa eða 280 barna? Völlurinn hefur ekki aðeins notið vinsælda hjá börnunum í Ísaksskóla á skólatíma heldur langt fram á kvöld hjá börnum, unglingum og jafnvel fullorðnum. Kvartanir nágrannans sneru meðal annars að því að mikil læti væru fram eftir öllu. „Ég er ekki að gera lítið úr þeim sjónarmiðum að þetta geti valdið einhverjum óþægindum. sérstaklega þegar fullorðið fólk og unglingar var farið að sækja í þetta eftir skóla,“ segir Davíð Þór. Lengi hefur verið malbikaður fótboltavöllur á lóð Ísaksskóla á svæðinu til hægri á myndinni. Árið 2017 var þar lengri völlur með stærri mörkum og svo styttri völlur með pínulitlum mörkum.Vísir/Egill „En það sem mér finnst erfiðast í þessu er að þarna ertu með hagsmuni þessa íbúa sem eru ósáttir við völlinn og á móti því ertu með hagsmuni 280 barna sem allt í einu mæta í skólann á mánudaginn og völlurinn sem var þeim svo kær er bara farinn. Það er líka þannig að Ísaksskóli og skólastjórnendur gerðu ekkert rangt. Þau fengu leyfi fyrir öllu frá Reykjavíkurborg. Eina óleyfisframkvæmdin var þessi hækkun á girðingunni. Girðingin var hækkuð til að minnka áreitið fyrir þennan nágranna. Hún fór yfir ákveðna hæð og þurfti að fá leyfi fyrir henni, sem þurfti að fara í deiliskipulag.“ Ólýsanleg martröð að sögn íbúans Nágranninn, sem tjáði Morgunblaðinu í vikunni að „ólýsanlegri martröð“ væri loks lokið, vildi ekki ræða málið frekar þegar fréttastofa heyrði í honum í gær. Stefán Pálsson sagnfræðingur greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að lögregla hefði verið kölluð út á sparkvöllinn eftir hádegi í sumar vegna kvartana. „Svo maður sýni örlitla sanngirni, þá er þessi sparkvöllur ekki vel hannaður og settur alveg á lóðarmörkin. Vonandi finnst lausn,“ sagði sagnfræðingurinn og íbúi í Hlíðunum í umræðum um málið á Twitter. Þar hefur málið verið til mikillar umræðu og margir sem tengja við minningar úr æsku þar sem leikvellir, körfuboltavellir, hjólabrettavellir og fleira, sem nutu vinsælda í hverfum, voru fjarlægð vegna kvartana íbúa á látum. Ég hugsa svo oft um þetta. Á þessu svæði var körfuboltakarfa, sandkassi og fleira. Fullt af krökkum úti. Karfan fór fyrst því það var einhver leigubílstjóri sem vann næturvinnu sem meikaði ekki dripplið. Núna er þetta svona.Þú veist, hvað er þetta? Hvað á ég að gera við þetta? pic.twitter.com/5gjHYkPLoa— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 26, 2020 „Við fullorðna fólkið erum alltaf að tala um áhyggjur sem við höfum af börnunum okkar, skjánotkun, offituvandamálum. Hvað gerum við svo? Við fjarlægjum það sem er langvinsælast hjá börnunum í frímínútum. Það getur vel verið að þarna sé verið að spila langt fram á kvöld. En þetta er staður sem börnin koma á til að fá útrás og hreyfingu. Á hvaða stað erum við komin þegar þetta er orðið ómögulegt?“ spyr Davíð Þór. Davíð Þór Viðarsson í búningi FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra.Vísir/Vilhelm Gervigrasið sem var komið á lóðina í stað malbiks verður áfram og til stendur að setja upp mörk. „Krafa nágrannans að það verði pínulítil mörk. Skólin mótmælti því harðlega og eftir því sem ég best veit kemur ágæt stærð á mörkum. Völlurinn hefur verið þarna í tugi ára. Ef það koma minni mörk en þau sem voru þarna fyrir þá mæti ég hingað aftur,“ sagði Davíð Þór við Bítismenn.
Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. 26. ágúst 2020 13:38 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. 26. ágúst 2020 13:38