Englendingurinn Eddie Hall er að komast í rosalegt form fyrir boxbardagann gegn Hafþóri Júlíusi Björnssyni.
Aflraunamennirnir ætla að berjast í Las Vegas í september á næsta ári og Eddie heldur áfram að leyfa aðdáendum að fylgjast með á YouTube.
Það eru rúmlega milljón manns sem fylgja Englendingnum á YouTube og hann birti þar myndband fyrir helgi þar sem hann sýndi frá lífi sínu.
Hann er að taka vel á því í aðdaganda bardagans, þrátt fyrir að það sé rúmt ár í bardaganum, og birti veglegt myndband af því.
Afraksturinn má sjá hér að neðan.