Randy Frankel, sem er meðeigandi hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays, vill bjarga C-deildarliðinu Wigan frá gjaldþroti.
Randy er talinn vera tilbúinn að borga fjórar milljónir punda fyrir félagið sem hefur barist við mikil fjárhagsvandræði.
Frankel er sagður vera tilbúinn að koma inn í félagið ásamt fyrrum varaforseta Ray, Michael Kalt.
Þeir urðu valdamiklir innan íþróttahreyfingarinnar eftir að þeir seldu öryggisfyrirtæki á rúmar sex milljarða punda í upphafi áratugarins.
Gauthier Ganaye mun koma inn sem fótboltahugsuðurinn inn í þessa jöfnu en hann er nú starfandi hjá Oostende í Belgíu.
Tampa Bay Rays co-owner Randy Frankel ready to complete £4m deal to save Wigan https://t.co/r0ml9kzGut
— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020