Andlát: Þóra Hallgrímsson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 10:51 Þóra með eiginmanni sínum Björgólfi Guðmundssyni á leik með enska félagsliðinu West Ham árið 2008. Getty/Phil COle Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.” Andlát Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.”
Andlát Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira