„Útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 07:49 Haustið nálgast. Vísir/Vilhelm Haustið er á næsta leiti og til marks um það er von á haustlegu veðri á næstu dögum, sérstaklega á Norðurlandi. Í dag er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið. Þar má reikna með 10-15 m/s í jöfnum vindi seinnipartinn, en hvassari vindi í hviðum og vindstrengjum, einkum undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti verður víða á bilinu 9 til 13 stig, en allt að 18 stigum á Norðausturlandi í hægari sunnanátt og björtu veðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er gul viðvörun í gildi við Breiðafjörð frá klukkan þrjú í dag fram yfir miðnætti. Von er á sunnan hvassviðri, 15-20 m/s í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður 25-30 m/s. Vinnuvikan sem framundan er hefst á á suðlægum áttum með vætu víðast hvar, en áfram hlýju veðri með lítilli úrkomu um norðaustanvert landið. „Seinni hluta vikunnar er hins vegar útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms í ákveðnum norðanáttum. Við það kólnar í veðri og stefnir í hraustlega úrkomu á Norðurlandi, sem fellur að hluta til sem slydda til fjalla,“ skrifar veðurfræðingurinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s, en heldur hvassari sunnantil í fyrstu. Rigning eða skúrir, einkum á Suðausturlandi, og hiti 9 til 14 stig. Úrkomulítið norðaustanlands og hiti að 19 stigum þar. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning suðaustanlands, annars víða skúrir og hiti 10 til 15 stig. Norðan 5-10 norðvestantil á landinu, rigning með köflum og hiti 6 til 10 stig. Á miðvikudag: Gengur í norðaustan og norðan 5-13 m/s. Bjart með köflum sunnan heiða, skýjað og úrkomulítið um landið norðanvert, en fer að rigna austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Ákveðin norðanátt með rigningu í flestum landshlutum, en slyddu til fjalla nyrðra. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands. Á föstudag: Stíf norðlæg átt. Talsverð úrkoma í köldu veðri um norðanvert landið, en bjart með köflum og heldur mildara sunnan heiða. Á laugardag: Útlit fyrir vestlæga átt og dálitla vætu í flestum landshlutum, en þurrt og bjart að mestu um suðaustanvert landið. Hlýnar lítið eitt. Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Haustið er á næsta leiti og til marks um það er von á haustlegu veðri á næstu dögum, sérstaklega á Norðurlandi. Í dag er spáð vaxandi suðaustanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið. Þar má reikna með 10-15 m/s í jöfnum vindi seinnipartinn, en hvassari vindi í hviðum og vindstrengjum, einkum undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti verður víða á bilinu 9 til 13 stig, en allt að 18 stigum á Norðausturlandi í hægari sunnanátt og björtu veðri, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá er gul viðvörun í gildi við Breiðafjörð frá klukkan þrjú í dag fram yfir miðnætti. Von er á sunnan hvassviðri, 15-20 m/s í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og vindhviður 25-30 m/s. Vinnuvikan sem framundan er hefst á á suðlægum áttum með vætu víðast hvar, en áfram hlýju veðri með lítilli úrkomu um norðaustanvert landið. „Seinni hluta vikunnar er hins vegar útlit fyrir að öllu haustlegra veður ryðji sér rúms í ákveðnum norðanáttum. Við það kólnar í veðri og stefnir í hraustlega úrkomu á Norðurlandi, sem fellur að hluta til sem slydda til fjalla,“ skrifar veðurfræðingurinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s, en heldur hvassari sunnantil í fyrstu. Rigning eða skúrir, einkum á Suðausturlandi, og hiti 9 til 14 stig. Úrkomulítið norðaustanlands og hiti að 19 stigum þar. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning suðaustanlands, annars víða skúrir og hiti 10 til 15 stig. Norðan 5-10 norðvestantil á landinu, rigning með köflum og hiti 6 til 10 stig. Á miðvikudag: Gengur í norðaustan og norðan 5-13 m/s. Bjart með köflum sunnan heiða, skýjað og úrkomulítið um landið norðanvert, en fer að rigna austanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Ákveðin norðanátt með rigningu í flestum landshlutum, en slyddu til fjalla nyrðra. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands. Á föstudag: Stíf norðlæg átt. Talsverð úrkoma í köldu veðri um norðanvert landið, en bjart með köflum og heldur mildara sunnan heiða. Á laugardag: Útlit fyrir vestlæga átt og dálitla vætu í flestum landshlutum, en þurrt og bjart að mestu um suðaustanvert landið. Hlýnar lítið eitt.
Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira