Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 19:00 Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum. Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum.
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira